Þráðlaust net - HINET

Þráðlaust net - HINET

ATH að nú er eduroam það þráðlausa net sem nota skal. Hér eru leiðbeiningar hvernig þið tengist því: http://rhi.hi.is/eduroam

HINET-OLD er einungis notað í undantekningartilvikum og er mjög takmarkað magn af tækjum sem geta tengst því á sama tíma.

Að gefnu tilefni skal geta þess að nemendur geta nú tengt tvær tölvur (tæki) við þráðlaust net. Til þess að bæta við þriðja tækinu, sjá hér. Starfsmenn geta haft eins mörg tæki skráð eins og þeir vilja en ath að borgað er fyrir hvert skráð tæki.

Til að tengjast þráðlausa netinu þarftu að vera skráður notandi hjá HÍ og hafa aðgang að Uglu og fylgja eftirfarandi skrefum:
 

1. Finna MAC addressu þráðlausa netkortsins

Fyrst þarf að finna svokallaða MAC addressu/physical address þráðlausa kortsins. Smellið á viðeigandi stýrikerfi til að sjá leiðbeiningar um það. (smellið hér til að fá hjálp með að finna rétt stýrikerfi)

 

2. Skrá MAC addressuna

Skrá sig inn í Uglu (ugla.hi.is) og þar undir "Tölvuþjónusta" velur þú "Nettenging" og svo "Þráðlaust net umsókn".

Umsókn um þráðlaust net

Þá opnast þessi gluggi og þar skrifið þið inn MAC-addressuna. Ekki þarf að hafa bil á milli stafa og stórir stafir og litlir stafir skipta ekki máli hér. Svo er smellt á Senda. 30 mínútum síðar er skráningin komin í gegn.
 

3. Setja inn WEP lykilinn (security key, network key)

30 mínútum eftir að þú hefur sent inn MAC-addressuna í Uglunni þá getur þú stillt inn þráðlausa netið. Það felst í því að setja inn WEP lykil sem er 12345 en sum netkort krefjast Hexadecimal tölu og er hún 3132333435.

Það getur verið misjafnt eftir því hvaða forrit halda utanum tenginguna en hér á eftir eru þær algengustu raðað upp eftir stýrikerfum: