Atburðaskrá

Bilun í raunvél um kl 16:25
Fjölmargar þjónustur fóru á hliðina þegar raunvél sem hýsir margar sýndarvélar, fór á hliðina. Viðgerð á raunvél var lokið um kl 17:10 og viðgerðum á sýndarvélum og þjónustum lauk nokkru seinna.
16.11.17 - 6:04

Bilun í vefþjóni.
Upp er komin bilun í vefþjónninum baugi.rhi.hi.is sem hýsir hluta af vefjum Háskólans. Unnið er að viðgerð.
18.09.17 - 9:55

Póstkerfi bilað
Hjá hluta notanda er póstkerfi bilað. Reiknað er með að viðgerð ljúki í kvöld eða í nótt
10.09.17 - 2:14

Ytri vefur á https
Ytri vefur HÍ, www.hi.is var settur á https kl. 10:00 í dag 5. sept 2017
05.09.17 - 10:16

Bilun í Nesstar kerfi idunn.rhi.hi.is
Bilun kom upp í kerfinu idunn.rhi.hi.is . Fyrstu tilraunir til viðgerða hafa mistekist, en viðgerð verður haldið áfram eftir helgi.
09.06.17 - 3:54

Bilun í skráaþjónustu vefþjóna
Nokkrir vefir birtast með villu vegna bilunar í skráaþjónustu. Unnið er að viðgerð og reiknað er með að henni ljúki um kl 14:00 .
12.01.17 - 11:27

Bilun í vélasal RHÍ
Bilun varð í vélasal RHÍ 11.11. 2016 sem varð til þess að stór hluti miðlægra þjónustuvéla missti netsamband í tvígang. Þetta gerðist fyrst um kl. 8.30 og síðan um kl. 11.
14.11.16 - 8:11

Bilun á einum af vefþjónum
Bilunin er í framhaldi af nýlegum öryggisuppfærslum. Svo virðist sem hugbúnaður hafi brotnað við uppfærsluna. Unnið er að viðgerð og reiknað er með að þetta taki ekki meira en 2 klst.
03.11.16 - 11:25

Viðgerð lokið vegna Globalsign öryggisskírteina
Globalsign gaf í morgun út ný milliskírteini svo allir notendur geti tengst dulrituðum þjónustum okkar. Milliskírteinin hafa að mestu verið sett upp á vefþjónum HÍ, og vinna stendur enn yfir en verður væntanlega lokið í dag.
14.10.16 - 3:10

Vandamál vegna Globalsign öryggisskírteina
Þjónustuaðili HÍ, Globalsign lenti í vandræðum með þjónustu sína og það hefur afleiðingar um allann heim. Fyrir notendur HÍ, eru afleiðingarnar að sumir geta ekki tengst Uglu, Moodle, eða öðrum vefjum sem nota dulritun. Unnið er að viðgerð.
13.10.16 - 3:05

Pages