Atburðaskrá

Truflanir á sambandi við vefi milli kl 15 og 16:30
Truflun kom upp í öðrum þeirra vefþjóna sem sinna umferð til og frá flestum vefþjónum HÍ ásamt öðrum háskólum. Slökkt hafði verið á honum um kl 16:30 og viðgerð lokið um kl 18:45.
09.03.15 - 7:24

IPv6 bilun í vefseli
Notendur vefsels (proxy.hi.is) hafa átt í erfiðleikum með að tengjast t.d. google.com og facebook.com vegna bilunar í IPv6 uppsetningu vefselsins. Umferð verður beint yfir IPv4 þar til viðgerð er lokið og því ættu notendur ekki að verða fyrir frekari truflunum.
12.02.15 - 4:25

postur.hi.is bilaður
postur.hi.is var niðri í um 15 mínútur nú rétt eftir kl. 17 en er kominn í lag á ný.
10.02.15 - 5:10

lagfæring á nokkrum vefjum
Bilun varð í skráaþjóni sem olli því að nokkrir vefir birtust með villu. Þetta var lagfært um kl. 11:00 .
23.12.14 - 11:13

Aðalvefur brotnaði
Milli 16:30 og 16:40 þann 4.nóvember var svörun www.hi.is gloppótt. Mannleg mistök urðu til þess að gagnasíður týndust, en þær voru endurheimtar úr öryggisafriti með hraði.
05.11.14 - 1:19

Flest vefkerfi liggja niðri í 10 mínútur frá kl. 05:00, 6. nóvember 2014, vegna uppfærslu gagnagrunns
Gagnagrunnur verður uppfærður og endurræstur á þessum tíma og gert er ráð fyrir að þetta taki um 10 mínútur. Vonast er til að þetta hafi sem minnsta truflun í för með sér fyrir notendur og starfsmenn HÍ.
05.11.14 - 10:40

Allir stofnanavefir lokaðir í allt að 2 klst, þriðjudag kl 17:00, þann 21. okt. 2014
Vegna viðhaldsvinnu, þarf að rjúfa þjónustu allra vefja HÍ, að aðalvef HÍ og Uglu undanskildum.
21.10.14 - 1:59

FIPS 140.2 Öryggisstefnan virkjuð
Í dag hefur verið tekin í notkun FIPS 140.2 öryggisstefnan fyrir flesta vefi sem nota dulrituð samskipti, en þó ekki Uglu. Flestir notendur verða ekki varir við breytingarnar, en þeir sem nota óörugga vafra eða óörugg stýrikerfi, þurfa að uppfæra til að halda áfram að notast við örugg dulrituð samskipti.
15.10.14 - 3:52

Truflanir á vefjum HÍ
Truflanir urðu á nokkrum vefjum í smá stund í dag 17. september vegna bilunar í tölvukerfi
17.09.14 - 4:08

Rekstrartruflanir 6. september 2014, vegna viðhalds varaaflgjafa
Fyrirsjáanlegt er að rekstrartruflanir verða á laugardaginn 6. september frá kl. 09:00 og fram eftir degi. Farið verður í endurbætur á varaaflgjafa í húsi Íslenskrar Erfðagreiningar og er fyrirsjáanlegt að samband rofni við margar netþjónustur að minnsta kosti frá kl. 09 til 10 .
03.09.14 - 3:10

Pages