Atburðaskrá

Allir moodle vefir lokaðir í 15 mínútur, föstudagsmorgun kl 05:00, þann 20. sept 2013
Vegna viðhaldsvinnu við Moodle gagnagrunninn, þarf að rjúfa þjónustu í um 15 mínútur frá kl 05:00, þann 20. sept 2013
19.09.13 - 11:07

Vefur RHI lokaður í 10 mínútur, föstudagsmorgun kl 05:30, þann 20. sept 2013
Vegna viðhaldsvinnu verður vefur RHÍ http://rhi.hi.is/ lokaður í 10 mínútur.
19.09.13 - 11:02

Bilun í aðalvef HÍ www.hi.is
Í gær, þriðjudag 18. sept. var verið var að greina og leysa vandamál sem ytri tenging olli á www.hi.is . Reyndist lækningin verri en sjúkdómurinn og um kl. 23:30 hættu allir vefþjónar aðalsíðu HÍ að svara. Þjónustan var aftur komin í rétt horf um kl 08:30 í dag miðvikudag.
18.09.13 - 9:54

Uppfærslu á skráaþjónum lokið
Stækkun á skráaþjónum RHÍ fyrir heimasvæði og sameiginleg svæði lauk um kl. 9 í morgun.
15.09.13 - 12:01

Truflanir á skráaþjónustu 15.9.2013 kl. 8-10
Vegna stækkunar á tveimur skráaþjónum RHÍ verða truflanir á heimasvæðum og sameiginlegum svæðum sunnudaginn 15. september 2013 frá kl. 8.00 og fram eftir morgni og ætti að vera lokið í síðasta lagi kl. 10.00.
14.09.13 - 2:51

Aðalvefur HÍ ásamt stofnavefjum lokað í 15 mínútur, þriðjudagsmorgun kl 05:00, þann 7. maí 2013
Tíminn frá kl. 05:00 á þriðjudagsmorgni 7. maí 2013 til kl. 05:15 er frátekinn vegna kerfisvinnu við gagnagrunnsvél. Notendur mega því gera ráð fyrir að www.hi.is ásamt stofnanavefjum, sé óaðgengilegur á þessum tíma.
03.05.13 - 6:19

Moodle lokað föstudagsmorgunn frá kl. 05 til 06
Tíminn frá kl. 05:00 á föstudagsmorguninn 3. maí 2013 til kl. 05:59 er frátekinn vegna kerfisvinnu við Moodle. Notendur mega því gera ráð fyrir að kerfið sé óaðgengilegt á þessum tíma. The time between 05:00 friday morning May 3.rd until 05:59 o'clock is reserved for system operations in Moodle. The system might be down during this time.
02.05.13 - 5:03

Moodle aftur komið í rekstur
Endurheimtingu gagna er lokið.
12.04.13 - 9:48

Moodle gagnagrunnur endurheimtur
Fyrir mistök var gagnagrunnur Moodle yfirskrifaður með gömlum gögnum og olli það gagnagrunnsvillum. Reynt var að endurheimta gagnagrunninn eins og hann var kl 17:40 með þvi að nota nýtt afritunarkerfi sem ekki er komið í rekstur ennþá, en það tókst ekki. Gagnagrunnurinn hefur verið endurheimtur eins og hann var um kl 01:00 í dag föstudag. Sérhver gögn sem sett hafa verið í námsárið 12-13 eftir kl. 01:00 á aðfararnótt föstudags 12. apríl þarf því að setja inn aftur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur notendum.
12.04.13 - 7:36

Truflun á vefjum
Bilun í skráþjóni olli rofi á þjónustu nokkurra vefja fyrir hádegi 10.apríl. Bilunin uppgötvaðist strax og viðgerð hófst samstundis. Þeir vefir sem trufluðust mest voru óaðgengilegir í um tuttugu mínútur, aðrir skemur.
12.04.13 - 11:00

Pages