Atburðaskrá

Aðalvefur HÍ ásamt stofnavefjum lokað í 15 mínútur, þriðjudagsmorgun kl 05:00, þann 7. maí 2013
Tíminn frá kl. 05:00 á þriðjudagsmorgni 7. maí 2013 til kl. 05:15 er frátekinn vegna kerfisvinnu við gagnagrunnsvél. Notendur mega því gera ráð fyrir að www.hi.is ásamt stofnanavefjum, sé óaðgengilegur á þessum tíma.
03.05.13 - 6:19

Moodle lokað föstudagsmorgunn frá kl. 05 til 06
Tíminn frá kl. 05:00 á föstudagsmorguninn 3. maí 2013 til kl. 05:59 er frátekinn vegna kerfisvinnu við Moodle. Notendur mega því gera ráð fyrir að kerfið sé óaðgengilegt á þessum tíma. The time between 05:00 friday morning May 3.rd until 05:59 o'clock is reserved for system operations in Moodle. The system might be down during this time.
02.05.13 - 5:03

Moodle aftur komið í rekstur
Endurheimtingu gagna er lokið.
12.04.13 - 9:48

Moodle gagnagrunnur endurheimtur
Fyrir mistök var gagnagrunnur Moodle yfirskrifaður með gömlum gögnum og olli það gagnagrunnsvillum. Reynt var að endurheimta gagnagrunninn eins og hann var kl 17:40 með þvi að nota nýtt afritunarkerfi sem ekki er komið í rekstur ennþá, en það tókst ekki. Gagnagrunnurinn hefur verið endurheimtur eins og hann var um kl 01:00 í dag föstudag. Sérhver gögn sem sett hafa verið í námsárið 12-13 eftir kl. 01:00 á aðfararnótt föstudags 12. apríl þarf því að setja inn aftur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur notendum.
12.04.13 - 7:36

Truflun á vefjum
Bilun í skráþjóni olli rofi á þjónustu nokkurra vefja fyrir hádegi 10.apríl. Bilunin uppgötvaðist strax og viðgerð hófst samstundis. Þeir vefir sem trufluðust mest voru óaðgengilegir í um tuttugu mínútur, aðrir skemur.
12.04.13 - 11:00

Moodle lokað föstudagsmorgunn frá kl. 05 til 06
Tíminn frá kl. 05:00 á föstudagsmorguninn 5. apríl 2013 til kl. 05:59 er frátekinn vegna kerfisvinnu við Moodle. Notendur mega því gera ráð fyrir að kerfið sé óaðgengilegt á þessum tíma.
04.04.13 - 8:30

Moodle lokað um miðnætti á fimmtudag
Vegna vinnu við að uppfæra þá gagnagrunna sem Moodle notar, þarf að loka vefnum moodle.hi.is. Fyrir þau sem ekki þekkja þetta kerfi, er um að ræða helsta námskeiðakerfi HÍ. Lokað verður 28. mars 2013 kl 23:59 og stendur lokunin í klukkutíma. Due to the improvement of Moodle it will unfortunately be necessary to close down the system betweeen 00:00-01:00 on thursday night (28th March)
27.03.13 - 11:06

Vinna við netþjóna nokkurra vefja
Frá kl.16:00 til kl. 22:00 verða stuttar truflanir á þjónustu nokkurra vefja vegna vinnu við breytingar. Truflanirnar vara allt að mínútu í senn. Um er að ræða vefi sem eru með sjálfstæð vefkerfi. Þeirra á meðal http://hugsun.hi.is , http://artintranslation.hi.is , http://thjodmalastofnun.hi.is og http://von.hi.is .
15.03.13 - 4:16

Net- og símasambandslaust á Háskólatorgi
Net- og símasamband í Háskólatorgi rofnaði kl. 17:40 í dag. Verið er að athuga hvort verktakar hafi hugsanlega tekið í sundur ljósleiðarann. Við munum koma sambandi í gang um leið og mögulegt er.
13.03.13 - 6:20

Vinna við netþjóna nokkurra vefja
Frá kl.16:00 til kl. 18:00 verða stuttar truflanir á þjónustu nokkurra vefja vegna vinnu við breytingar. Truflanirnar vara allt að mínútu í senn. Um er að ræða vefi sem eru með sjálfstæð vefkerfi. Þeirra á meðal https://hugsun.hi.is , http://artintranslation.hi.is , http://thjodmalastofnun.hi.is og http://icelandic.hi.is .
13.03.13 - 2:30

Pages