Atburðaskrá

Yfirálag varð á vefþjón
Vefþjónn sem m.a. þjónar vef rhi.hi.is varð fyrir of miklu álagi og hætti að svara. Viðgerð lauk kl 12:22
22.02.14 - 12:21

Bilun varð í einum netþjóni
Um kl 13:40 varð bilun í netþjóni sem olli truflunum í rekstri IBM Notes póstkerfisins. Búið var að gera við bilunina um kl. 14:11
19.02.14 - 3:16

Aðalvefur HÍ skráður á IPv6
Á morgun 22. janúar, verður www.hi.is skráð á IPv6 tölu. Þetta er skref í átt að IPv6 væða allar þjónustur HÍ. Samtímis verður breytt um IP tölu þessum vef. ásamt vefnum starfsfolk.hi.is
21.01.14 - 11:30

Truflanir á Moodle um síðustu helgi
Laugardaginn 30. nóvember fylltist diskur á vél sem hýsir Moodle-gögn með þeim afleiðingum að Moodle var óstarfhæft. Þetta komst í lag um hádegi á sunnudag. Reiknistofnun biðst afsökunar á þessu.
03.12.13 - 7:50

Takmarkanir á starfsemi í Moodle milli kl. 5 og 6 á föstudagsmorgun þann 15. nóvember 2013 UTC
See english version below. Í Moodle, verður ekki hægt að breyta gögnum eða bæta við þau, né heldur að taka próf í um 10 mínútur, einhverntíma á milli kl 05:00 og 06:00 föstudagsmorgun, þann 15. nóvember 2013. Notendur eru vinsamlegast beðnir um að vera ekki að taka próf á þessum tíma eða skila inn verkefnum á þessum tíma, né að búa til próf á þessum tíma. Ástæðan er flutningur á diskasvæði undir Moodle kerfinu. Áætlað er að flytja alls 4 Moodle kerfi á þessum tíma en það eru moodle.hi.is/13-14, moodle.hi.is/endurmenntun , moodle.lbhi.is og moodle.holar.is . Öll önnur Moodle kerfi hafa þegar verið flutt án sérstakrar viðvörunar. Öll önnur starfsemi í Moodle, eins og að taka þátt í umræðum og lesa námsefni, ætti að ganga snuðrulaust á meðan diskasvæðið er flutt. English version: Limited operations in Moodle for about 10 minutes between 5 and 6 o'clock friday morning, november the 15th 2013 UTC. Users are kindly asked, not to take tests or exams during this time, or deliver assignments, nor create exams during this time. The reason is that the disk storage area under Moodle, is being moved. The plan is to move the disk storage area of 4 Moodle systems. Those are: moodle.hi.is/13-14, moodle.hi.is/endurmenntun , moodle.lbhi.is og moodle.holar.is . All other Moodle systems have already been transferred without notice. All other activity in Moodle, such as participate in discussions, or reading course materials, will be perfectly regular like clockwork.
14.11.13 - 1:32

Truflanir á póstkerfi
Truflanir verða á póstkerfi HÍ fyrir hádegi í dag, sunnudaginn 27.10.2013, á milli kl. 8 og 13 vegna uppfærslu á póstþjónum.
27.10.13 - 7:59

milli kl 16 og 17, Þriðjudag, 29. okt. 2013 verður einn af vefþjónum HÍ uppfærður
Bæta þarf við minni í einn af vefþjónum HÍ (Brimir) og hefur það í för með sér rekstrartruflun í mesta lagi 5 mínútur. Þetta verður milli kl 16 og 17, Þriðjudag, 29. okt. 2013 .
24.10.13 - 4:23

Bilun í vefkerfi HÍ
Bilun varð í vefkerfi HÍ um kl 13:11 og tók um 9 mínútur að lagfæra hana. Allt var komið í lag kl 13:20 . Þeir vefir sem urðu fyrir truflum af þessum völdum eru www.hi.is ásamt stofnanavefjum margir sérvefir og Moodle.hi.is , moodle.lbhi.is og moodle.holar.is .
23.10.13 - 1:49

Truflanir á póstkerfi
Vegna vinnu við hluta póstkerfis HÍ verður truflun á IMAP og POP-þjónustu hjá um fimmtungi notenda til kl. 10 í dag, 13.10.2013.
13.10.13 - 8:14

Truflanir á póstkerfi
Vegna vinnu við hluta póstkerfis HÍ verður truflun á IMAP og POP-þjónustu hjá um fimmtungi notenda til kl. 10 í dag, 6.10.2013.
06.10.13 - 8:59

Pages