Atburðaskrá

Vinna við moodle.lbhi.is og moodle.holar.is
Framendi þessara tveggja Moodle kerfa verður færður af Piranha kerfi yfir í Nginx kerfi. Hugsanlega gætu nokkrum sinnum komið upp truflanir í 10 til 20 sekúndur. Mjög ólíklegt er að notendur verði varir við þetta. Þessari vinnu verður lokið fyrir kl 20:00 fimmtudag 7. mars.
07.03.13 - 6:19

Truflun á póstkerfi
Í nótt og morgun, 21.2.2013, hefur verið truflun á póstkerfinu þannig að hlutin notenda hefur ekki getað lesið póst af og til. Verið er að vinna að því að leysa málið.
21.02.13 - 10:45

Truflun á póstkerfi
Truflun verður á aðalpóstkerfi HÍ miðvikudaginn 20.2.2013 kl. 16-17 vegna kerfisvinnu við póstþjón. Hluti notenda mun ekki geta lesið póst á meðan á þessu stendur.
19.02.13 - 2:37

Bilun í Nesstar
Verið er að gera við Nesstar kerfið sem Félagsvísindastofnun notar undir ýmis tölfræðigögn. Vonast er til að viðgerð verði lokið fyrir kl 14:00
15.02.13 - 12:21

SOGo Update
I will be moving SOGo server (postur.hi.is) from virtual server to physical machine tomorrow, 28 Jan 2013, at 16:00 to 18:00. The upgrade process does not take more than one hour if there are no unforeseen problems. During this time postur.hi.is will be unavailable.
28.01.13 - 3:32

Ugla lokaðist í nokkrar mínútur
Diskasamstæða Uglu datt út kl. 10:42 og var niðri í um 3 mínútur. Er komin í gang aftur.
11.01.13 - 10:48

Bilun í Jötni, Reikniþyrpingu HI
Bilað hafa samtímis 2 diskar í Jötni, Reikniþyrpingu HI en Jötunn þolir aðeins bilun í einum diski. Þetta veldur því að Jötunn verður ekki í rekstri fyrir en nýir diskar eru komnir í vélina. Jötunn flokkast ekki sem critical rekstrarkerfi.
03.12.12 - 11:38

Kerfisvinna á vefþjóni
Nauðsynleg kerfisbreyting á vefþjóni verður framkvæmd á fimmtudaginn 8. nóvember. Vinnan hefst klukkan fjögur og áætlað er að hún taki um tvo tíma. Aðgengi að nokkrum vefjum háskólans verður gloppótt á þessum tíma.
26.10.12 - 3:00

Truflun á DHCP þjónustu
Vegna uppfærslu á vel sem keyrir sýndarvélar verður slökkt á DHCP þjóninum frá klukkan 17:30 þann 23 okt og verður hann kominn aftur upp 17:35 samdægurs.
23.10.12 - 5:28

Viðhald á www.hi.is
Miðvikudaginn 10.október er áætlað að framkvæma kerfisuppfærslu á einum af þeim þjónum sem hýsa www.hi.is. Búast má við einhverri truflun á svörun þess vefs á þeim tíma, ca. milli 16 og 19.
08.10.12 - 2:18

Pages