Póstlistar - Mailman leiðbeiningar

MailmanMailman er nafn á þeim hugbúnaði sem sér um flesta póstlista innan HÍ. Þú sem notandi að póstlista getur nálgast ýmsar upplýsiningar, skráð og afskráð þig af póstlista, breytt lykilorði o.m.fl. Hér verður því fjallað um hvað þú getur gert í Mailman.

Hvað er hægt að gera í Mailman:

Skoða eldri pósta:

Til að skoða gagnasafnið og alla þá pósta sem hafa borist á viðkomandi póstlista að þá farið þið á þessa slóð: http://listar.hi.is/mailman/private/nafn_póslista/ Þannig mundi safnið fyrir HI-starf vera hér: http://listar.hi.is/mailman/private/hi-starf/

ATH að þið þurfið að skrá ykkur inn með póstfangi og lykilorði. Lykilorðið þarf ekki að vera það sama og í Uglu. Ef þið munið ekki lykilorðið þá getið þið fengið það sent. Sjá nánar hér að neðan.

Breyta eða nálgast lykilorð að póstlistunum:

1. Gleymt lykilorð: Ef þið hafið gleymt lykilorðinu ykkar að þá getið þið fengið það sent til ykkar. Það sem þið þurfið að gera er að senda tölvupóst á póstlistann þar sem eina innihaldið í textanum er password. Sendið þennan póst á: nafn_póstlista-request@listar.hi.is (dæmi: hi-starf-request@listar.hi.is). Innan skams munuð þið fá lykilorðið ykkar sent í tölvupósti. ATH að þetta á einungis við um póstlistann en ekki Ugluaðgang. Við mælum eindregið á móti því að þið notið sama lykilorð á báða þessa staði.

password

2. Breyta lykilorði: Þið getið breytt lykilorði með því að senda póst svipaðan og hér að ofan á nafn_póstlista-request@listar.hi.is (dæmi: hi-starf-request@listar.hi.is). Í staðinn fyrir að skrifa bara password þá skrifið þið password gamla_lykilorð nýja_lykilorð. Dæmi: password abcd1234 absd4583. Stuttu síðar fáið þið skilaboð þess efnis að breytingin hafi tekist.

Breyta lykilorði

 

Senda skipanir á póstlistann:

1. Hver er á listanum: Sendu skipunina "who lykilorðið_þitt" (án gæsalappa) á netfangið nafn_póstlista-request@listar.hi.is (dæmi: hi-starf-request@listar.hi.is).

2. Stillingar: Skipunin "set" skilar lista yfir ýmsar stillingar. T.d. ef þú skrifar "set" og sendir á nafn_póstlista-request@listar.hi.is færðu upp lista af möguleikum í pósthólfið þitt.

Þar má t.d. finna hvað gerist ef þú sendir skilaboðin "set show" og þá færðu þínar stillingar sendar.

3. Hjálp: Ef þú sendir skipunina "help" á nafn_póstlista-request@listar.hi.is þá færðu enn frekari upplýsingar um hvað hægt er að gera.