Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir MacOs

Ef þú hefur ekki þegar sett upp Office 365 í tölvunni þinni þarftu að byrja á því. Sjá leiðbeiningar hér: Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum

Ef Office 365 er uppsett í tölvunni geturðu farið í Applications í Finder of fundið Outlook. Dragðu forritið niður á „barinn“ til að hafa það aðgengilegra.

Ef þú ert að opna Outlook í fyrsta skipti farðu þá beint í skref 3.

1) Opnaðu Outlook og farðu í „Tools“ og veldu „Account“:
Veljið "Tools" og svo "Accounts"

2) Smelltu á plúsinn „+“ sem er neðst í vinstra horninu:
Smelltu á plúsinn í vinstra horninu niðri.

og fylgir sömu skrefum og hér að neðan:

(Mynd 1 og Mynd 2)

3) Ef þú er að opna Outlook í fyrsta skipti birtist gluggi þar sem þú skrifar inn HÍ netfangið þitt og smellir á „Continue“:
Skrifaðu inn HÍ netfangið þitt og smelltu á "Continue"

4) Þá birtist annar gluggi þar sem þú skrifar inn lykilorðið þitt og smellir á „Sign in“:
Skrifaðu inn lykilorðið þitt og smelltu á "Sign in"

5) Þá eru búin að skrá HÍ netfangið þitt og Outlook sér um að setja upp pósthólfið þitt. Ef þú hefur áhuga á að bæta við öðrum netföngum velur þú „Add Another Account“ annars velurðu „Done“:
Smelltu á "Done"

Þá ætti pósturinn að vera uppsettur í Outlook 2016. Ef um mikinn póst er að ræða getur tekið smá stund fyrir allan póstinn að birtast.