Reiknistofnun Háskóla Íslands 50 ára

Fréttabréf RHÍ 2014 - 50 ára afmælisútgáfaReiknistofnun fagnar nú um þessar mundir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar. Segja má að tölvuöld á Íslandi hefjist árið 1964 með komu fyrstu tölvunnar til landsins en vegna komu hennar varð einmitt Reiknistofnun til.

Í tilefni af 50 ára afmælinu hefur Reiknistofnun útbúið afmælisútgáfu „RHÍ frétta“ sem hægt er að nálgast hjá Tölvuþjónustu RHÍ á Háskólatorgi og Stakkahlíð auk þess sem því hefur verið dreift víðsvegar um háskólasvæðið.

Þið getið nálgast rafræna útgáfu af blaðinu í PDF-formi hér: http://rhi.hi.is/frettabref_rhi

Eða lesið það á issuu á þægilegri hátt: Lesa á issu

Ertu að leita að þessu?

Nýnemar
Tölvupóstur og dagatal
eduroam
VPN tengingar
Heimasvæði
Microsoft Office fyrir nemendur og starfsfólk