Atburðaskrá

Rekstrartruflanir vegna flutninga
Á laugardaginn 24. maí má búast við rekstrartruflunum vegna flutninga þjónustuvéla. Þær þjónustur sem verða fyrir truflunum eru heimasvæði allra notenda,, Domino Notes, póstþjónusta, Moodle, aðrir vefir en, aðalvefir HÍ og Emission.
19.05.15 - 3:06

Bilun í vefþjóni RHÍ
Skammvinn bilun varð í vefþjóni sem þjónar vef rhi.hi.is .
12.05.15 - 1:04

Stutt stöðvun vefsels
Þeir notendur sem nota vefsel (proxy.hi.is) í vafra sínum til að tengjast vefnum, gætu orðið varir við stutta truflun á þessari tengingu við vefinn. Truflunin stendur yfir í 15 mínútur í hádeginu 11. maí.
11.05.15 - 12:00

Bráðabirgðaviðgerð lokið gagnagrunni aðalvefs
Bráðabirgðaviðgerð lokið um kl 22:10.
04.05.15 - 10:30

Bilun varð í gagnagrunni aðalvefs
Unnið er að viðgerð. Bráðabirgðaviðgerð lokið. um kl 22:10.
04.05.15 - 8:53

Truflun á póstkerfi
Vegna vinnu við póstkerfi RHÍ mun verða truflun á póstþjónustu hjá fjórðungi notenda í stutta stund sunnudaginn 3.5. 2015 einhverntíma á tímabilinu 10-12.
03.05.15 - 9:14

Bilun i Notes póstkerfi HI
Unnið er að viðgerð á bilun sem kom upp í Notes póstkerfi HÍ.
01.05.15 - 1:00

Nokkrar ótraustar dulritunaraðferðir teknar úr umferð
Fjöldi bita í DHE dulritun var fjölgað úr 1024 í 2048 og þarmeð voru teknar úr umferð nokkrar ótraustar dulritunaraðferðir fyrir flesta vefi sem nota dulrituð samskipti, en þó ekki Uglu. Flestir notendur verða ekki varir við breytingarnar, en þeir sem nota óörugga vafra eða óörugg stýrikerfi, þurfa að uppfæra til að halda áfram að notast við örugg dulrituð samskipti.
28.04.15 - 12:53

Hægagangur í póstkerfi
Bilun í diskastæðu laugardaginn 18.4.2015 varð meðal annars til þess að mikill hægagangur varð á tveimur af fjórum aðalpóstþjónum háskólans. Það hafði þau áhrif að um helmingur notenda átti í erfiðleikum með að lesa og senda tölvupóst. Þetta komst í lag um kl. 19 í gærkvöldi og virðist vera í lagi núna.
21.04.15 - 8:20

Rof á tengingu
Svo virðist sem samband á milli gamla vélasalarins í Sturlugötu 8 og þess nýja í Neshaga 16 hafi rofnað kl. 20 í gærkvöldi. Það hafði meðal annars áhrif á póstþjóna RHÍ og varð til þess að um helmingur notenda gat ekki lesið tölvupóst. Sambandið var aftur komið upp um hálftíma síðar en þó er hugsanlegt að sumir notendur verði enn varir við hægagang í póstkerfinu.
19.04.15 - 11:12

Pages