Atburðaskrá

Netárás á póstþjóna RHÍ
Póstþjónar RHÍ hafa orðið fyrir netárásum að undanförnu sem hafa valdið truflunum á póstþjónustunni. Um er að ræða svokallaða DoS-árás (Denial of Service) sem virðist upprunnin í Úkraínu. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að minnka áhrifin af þessari árás.
27.03.15 - 3:34

Bilun í póstþjónum
Upp úr kl. 17 í dag, 26.3.2015, stöðvaðist póstþjónusta á tveimur af póstþjónum RHÍ. Þeir eiga að taka við hvor af öðrum ef annar hvor stöðvast en þar sem báðir stöðvuðust lagðist póstþjónusta af þar til kl. 19:30. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
26.03.15 - 8:07

Bilun varð í einni af þremur gagnagrunnsvélum
Bilun varð í einni af þremur gagnagrunnsvélum sem olli tilviljunakenndri truflun við birtingu ýmissa síðna. Viðgerð og prófun var lokið um kl. 12:40 .
23.03.15 - 12:46

Bilun varð í gagnagrunni aðalvefs
Bilun varð í gagnagrunnsvélum um kl 15:15 sem olli því helstu vefir HÍ fóru á hliðina. Viðgerð var lokið um kl. 16:00 .
19.03.15 - 4:17

Truflanir á póstkerfi
Hluti aðalpóstkerfis HÍ fór niður um kl. 15 í dag vegna bilunar en var kominn upp aftur fyrir kl. 16. Þetta hafði áhrif á u.þ.b. fjórðung notenda.
11.03.15 - 4:03

Truflanir á sambandi við vefi milli kl 15 og 16:30
Truflun kom upp í öðrum þeirra vefþjóna sem sinna umferð til og frá flestum vefþjónum HÍ ásamt öðrum háskólum. Slökkt hafði verið á honum um kl 16:30 og viðgerð lokið um kl 18:45.
09.03.15 - 7:24

IPv6 bilun í vefseli
Notendur vefsels (proxy.hi.is) hafa átt í erfiðleikum með að tengjast t.d. google.com og facebook.com vegna bilunar í IPv6 uppsetningu vefselsins. Umferð verður beint yfir IPv4 þar til viðgerð er lokið og því ættu notendur ekki að verða fyrir frekari truflunum.
12.02.15 - 4:25

postur.hi.is bilaður
postur.hi.is var niðri í um 15 mínútur nú rétt eftir kl. 17 en er kominn í lag á ný.
10.02.15 - 5:10

lagfæring á nokkrum vefjum
Bilun varð í skráaþjóni sem olli því að nokkrir vefir birtust með villu. Þetta var lagfært um kl. 11:00 .
23.12.14 - 11:13

Aðalvefur brotnaði
Milli 16:30 og 16:40 þann 4.nóvember var svörun www.hi.is gloppótt. Mannleg mistök urðu til þess að gagnasíður týndust, en þær voru endurheimtar úr öryggisafriti með hraði.
05.11.14 - 1:19

Pages