Þráðlaust net stillt í Windows XP

Hér eru leiðbeiningar hvernig á að stilla inn þráðlausa netið á háskólasvæðinu (HINET)

ATH að til að geta tengst þráðlausa netinu (HINET) þarf fyrst að sækja
um það í Uglunni. Sjá leiðbeiningar hér.

Videoleiðbeiningar

1. Smellið á "Start" og veljið "Control Panel". Þar veljið þið "Network Connections"

Control Panel

2. Hægrismellið á "Wireless Network Connection" og valið "Properties".

Network Connections - Right click Wireless Network Connection

3. Í Properties glugganum sem opnast er miðjuflipinn valinn, Wireless Networks (ef þessi flipi er ekki til staðar er líklegt að það sé annað forrit sem sér um þráðlausu tengingarnar í tölvunni).

4. Veljið hér HINET. Ef þið sjáið ekki HINET á listanum smellið þá á Add og bætið við HINET-i. Undir SSID á að skrifa HINET og fylgið svo áfram leiðbeiningunum.

Wireless Networks Tab

5. Smellið á "HINET" og smellið því næst á "Properties" hnappinn og þar er hakið tekið úr þar sem stendur "The key is provided for me automatically". Sláið því næst inn WEP lykilinn (Network key): 12345 og staðfestið í neðri reitnum.

HINET properties

6. Smellið á "Authentication" flipann og takið út hakið þar.

HINET properties - Authentication

Nú er uppsetningu þráðlausa kortsins lokið og tölvan ætti að tengjast HINET-i sjálfkrafa héðan í frá.