Þráðlaust net stillt í Windows Vista

Svona er þráðlaust netkort stillt í Windows Vista.

ATH að til að geta tengst þráðlausa netinu (HINET) þarf fyrst að sækja um það í Uglunni. Sjá leiðbeiningar hér.

1. Í horninu hjá klukkunni er hægrismellt á táknmyndina af tveim skjám og valið Connect to a network:

Network Icon

2. Hér er valið HINET og smelt á "Connect"

Connect to Network

3. Því næst er settur inn WEP lykillinn (Security key) 12345 og smellt á "Connect".

ATH að ef að það kemur upp annar gluggi en hér að neðan sem biður um notandanafn og lykilorð þá á eftir að senda inn MAC-addressu eða vitlaus Mac-addressa verið send inn. Hér eru upplýsingar hvernig ferlið er.

Security Key - 12345

4. Hafið hakað við "Save this network" og "Start this connection automatically" en við það vistast stillingarnar og tölvan tengir sig sjálfkrafa netinu héðan í frá. Að lokum er valið ""Close".

Save this network

Þegar tenging næst í fyrsta skipti biður tölvan þig um að velja hvernig tenging þetta er: Home, Work eða Public. Best er að velja Public.