Finna MAC addressu fyrir þráðlaust net - Windows 7

Til að geta komist á þráðlausa netið í byggingum HÍ þarf fyrst að skrá tölvuna í Uglu. Hér má lesa nánar um ferlið.

Til að finna MAC addressu þráðlausa netkortsins í Windows 7 þá fylgið leiðbeiningunum í þessu myndskeiði hér að neðan eða fylgið myndum og texta þar fyrir neðan.

Myndskeið:

Myndir / texti:

1. Smellið á Windows merkið neðst til vinstri og skrifið þar í reitinn fyrir ofan "cmd" og smellið á "Enter".

cmd

2. Þegar svarti glugginn opnast þarf að skrifa getmac /v (bil á milli c og /) og smella á "Enter".

getmac /v

3. Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um þráðlausa netkortið. Oftast
„Wireless Network...“. Í dálkinum „Physical Address“ finnið þið svo þessa svokölluðu MAC addressu sem þið þurfið að nota til að sækja um þráðlausa netið í Uglunni.

4. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna. Hér má sjá nánar hvernig þið sækið um Þráðlausa netið.