Íslenskt villuleitartól fyrir Office 365 og 2013

Til að setja inn íslenskt villuleitartól í Office pakkann þá þarf að sækja "proofing tool" á vef Microsoft. Það er gert svona:

1) Opnaðu vafra og farðu á þessa slóð:

2) Veljið þar íslensku í listanum.

3) Smellið síðan á "Sækja":

Sækja proofing tool

 

 

4) Hakið við rétta skrá hér. 86 er fyrir 32 bita Office og 64 er fyrir 64 bita office. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert með 32 eða 64 bita Office pakka þá eru hér leiðbeiningar hvernig þú kemst að því: Office 32 eða 64 bita.

 

 

5) Hakið neðst til vinstri til að samþykkja skilmála og smellið á "Halda áfram":

Samþykkja leyfisskilmála

 

6) Ef Word eða annað Office skjal er opið lokið því til að klára uppsetninguna. Smellið svo á "OK":

Endurræsta Word

 

7) Næst þegar þið opnið Word (eða önnur Office forrit) þá ætti íslenskan að vera sjálfvalin. Ef ekki þá smellið þið neðst á tungumálatakkann og veljið íslensku:

Velja íslensku