RHÍ Fréttir

nr. 32 desember 1997

  

  

Magnús Atli Guðmundsson
mag@rhi.hi.is

Vistun Vefsíðna

 

Vistun á heimasvæðum nemenda óheppileg

Nemendur eru öflugir við vefsíðu-gerð og hafa margir starfsmenn brugðið á það ráð að láta þá útbúa fyrir sig vefsíður. Heimasvæði nemenda eru þó ekki heppileg til vistunar vefsíðna annarra en þeirra eigin, því notendanöfnum þeirra er lokað við útskrift og öllum vefsíðum hent:

Sérstakt svæði sett upp

Til að bregðast við þessu var síðast-liðinn vetur sett upp sérstakt disksvæði til vistunar vefsíðna á vefþjóni RHÍ. Svæðið er aðgengilegt frá
Hengli og Kröflu sem:

/home/wwwpub/

og á vefnum sem:

http://www.hi.is/pub/.

Á þessu disksvæði stendur mönnum til boða að vista vefsíður sem þeir álíta ekki heppilegt að vista á heimasvæðum notenda.

Hvernig á að vista ?

Til að vista vefsíður á þessu disksvæði í fyrsta skipti, þarf að hafa samband við kerfisstjóra RHÍ. Þeir úthluta skráasafni fyrir vefsíðurnar og skilgreina hvaða notendur geti vistað þar vefsíður. Þegar nýir notendur taka síðar við viðhaldi vefsíðnanna þurfa kerfisstjórar einnig að skilgreina þá og taka út gömlu notendurna.

Auk vistunar á vefsíðum sem nemendur sjá um, getur þetta disksvæði einnig hentað ágætlega til vistunar á vefsíðum, sem fleiri en einn starfsmaður sjá um viðhald á.

Allar nánari upplýsingar um hvernig best er að bera sig að við vistun vefsíðna er að fá hjá notendaþjónustu RHÍ og er netfangið: help@rhi.hi.is

 

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð