Vandamál varðandi ADSL tengingu

Hér eru algengustu vandamál sem koma upp varðandi ADSL tengingar.

Netið datt út skyndilega. Athuga eftirfarandi:

  1. Viðkomandi gæti verið kominn á lista yfir mikla umferð. Getur t.d. farið á www.hi.is síðuna en ekki út fyrir hana. -  Setja þarf inn Proxy stillingar. Sjá nánar hér: Proxy stillingar
  2. Slökkva og kveika á beini (router). Hafið slökkt á beininum í allavega 30 sekúndur.
  3. Beinir (router) er tryggilega tengdur, símalínan heil og ósködduð, prófa aðra símalínu.
  4. DSL línan sé virk frá viðkomandi símafyrirtæki. DSL eða Line Sync ljós á að vera grænt. Viðkomandi símfyrirtæki gefur upplýsingar um það.
  5. Ef skipt hefur verið um símfyrirtæki þá þarf að sækja um ADSL í Uglunni á nýjan leik.
  6. Prófa annan símatengil fyrir router.
  7. Í sumum tilfellum þarf að setja beininn upp aftur (Reset Factory Default Settings).
  8. Notandi er kominn á lista yfir vírussýktar vélar á Háskólanetinu. Hafið samband við Tölvuþjónustu UTS.

Hef aldrei náð internetsambandi. Athuga eftirfarandi:

  1. DSL línan sé orðin virk frá viðkomandi símfyrirtæki. DSL eða Line Sync ljós á að vera grænt. Gott er að hringja í símafyrirtækið og spyrja hvort línan sé tengd.
  2. ADSL notendanöfn RHnets verða virk u.þ.b. 3-6 klst eftir umsókn hefur verið móttekin.
  3. Notast þarf við stillingar frá viðkomandi símfyrirtæki en einungis setja inn notandanafn og lykilorð frá UTS.
  4. Mikilvægt að setja inn notandanafn@nemendur.hi.is eða notandanafn@starfsm.hi.is
  5. Stundum þarf að endurræsa (Factory Default Settings) beina (router) og stilla þá upp á nýtt. Hafa réttar stillingar frá viðkomandi símafyrirtæki til hliðsjónar.
  6. Sækja aftur um ADSL í Uglunni og setja síðan nýja notandanafnið og lykilorðið inn í stillingar beinisins. Þetta á við í örfáum tilfellum þegar allt annað hefur verið sannreynt.

Tenging er að sífellt að detta út eða missa samband, þá þarf að ganga úr skugga um eftirfarandi atriði:

  1. Smásíubúnaður rétt upp settur á öllum símtækjum sem eru á DSL línunni.
  2. Prófa að aftengja önnur símtæki og leyfa router að vera einum í sambandi. Öll símtæki þurfa að vera með smásíu ef þau eru á sömu línu og router.
  3. Símasnúra frá beini (router) sé ekki með smásíu. Smásíur eiga aðeins að tengjast við síma og beinir á að fá hreint samband við inntakið.
  4. Símasnúra frá beini sé heil og dósin í veggnum ósködduð og í lagi. Gott að prófa aðra símasnúru.
  5. Takmarka notkun T-stykkja (splitter) sem deila línunni niður til að einangra bilun í þeim.
  6. RJ-11 tengi stuðla að stöðugra sambandi heldur en eldri símaklær. Gamaldags símaklær og ADSL- / VDSL-samband fara ekki alltaf vel saman, þar sem klærnar liggja ekki jafn þétt að vírum í símadós og glæru kubbalöguðu tengin RJ-11 gera. Slíkt getur valdið titringi/sveiflu á símalínunni og þannig slitið samband milli beinis og símstöðvar.
  7. Símfyrirtækin geta mælt ADSL línuna í heimahúsum.