RHÍ Fréttir

nr. 36 janúar 2000

 

Hraðinn 100 faldaður

 
Nú eru um 10 ár liðin síðan fyrstu skrefin voru stígin hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHI) við hönnun núverandi Háskólanets (HInet). Þegar frumhönnun var lokið bjuggust menn við að sú útfærsla sem þá var valin myndi endast að hámarki í 5 ár, en á meðan yrði netið þróað smá saman yfir í afkastameira tæki.

Mikil fjölgun nettengdra tækja

Á þessum tíma voru færri en 50 tæki tengd netinu og samband HI við intenetið 9600b/s. Notendur voru örfá hundruð. HInet náði til 4-5 húsa og mæna þess annaði vel því sem á hana var lagt.

Í dag eru 2800 vélar á HÍ-netinu, Tenging HÍ við internetið er 10Mbit/s og hefur vélrafl 64-faldast að meðaltali og notendur eru orðnir 7000 talsins. Fáa þarf því að undra þótt nú sé orðið nauðsynlegt að auka afkastagetu burðarmænu HInet.
Núverandi búnaður eru tvær ljósleiðarastjörnur ein í Tæknigarði og önnur í Aðalbyggingu. Þær eru orðnar úreltar og ekki fást lengur varahlutir né viðgerðaþjónusta fyrir þær.

Búnaður endurnýjaður

Því var tímabært að endurnýja stjörnurnar og varð Cisco búnaður frá Opnum Kerfum fyrir valinu að loknu útboði. Með nýju nethryggs (Back-Bone) beinunum fer bandbreidd HInets úr 10 Mbit/s í 1000 Mbit/s milli Tæknigarðs og Aðalbyggingar HÍ og í 100 Mbps til annara bygginga sem tengdar eru með ljósleiðara. Bún-aðurinn samanstendur af tveim Cisco 8500 beinum með 10 Gbps afköstum og Cisco 1924C netskiptum með 24 100 Mbit/s tengjum fyrir vír og einu ljósleiðaratengi. 

Mikilvægt fyrir háskólanetið

Þýðing þessa fyrir háskólanetið eru ekki síst bætt öryggismál, auk þess sem samskipti við miðlægar vélar verða mun betri. Þessu munu notendur sem nota þungan hugbúnað sérstaklega finna fyrir. 
 

Efnisyfirlit Fyrri síða Útgáfuyfirlit