Orlofsregla (Sjálfvirk svör - Out of Office) á vefnum

Ef þú verður ekki við í lengri eða skemmri tíma getur verið gott að kveikja á orlofssíu í Outlook. Svona er það gert í vefpóstinum.

1) Farðu í HÍ vefpóstinn outlook.hi.is og skráðu þig inn. Smelltu þar á tannhjólið uppi í hægra horninu og svo neðst á „Sjá allar stillingar í Outlook“:
Smellið á tannhjólið og svo Sjá allar stillingar

2) Veldu hér „Póstur“ lengst til vinstri og svo „Sjálfvirk svör“. Kveiktu á sjálfvirkum svörum með því að smella á „Kveikt á sjálfvirkum svörum“ (ATH að sjálfvirk svör verða ekki virk nema þú smellir á „Vista“ neðst. Ef þú vilt að sjálfvirka svarið berist bara á ákveðnu tímabili hakarðu í „Senda svör aðeins yfir tiltekið tímabil“ og velur svo réttar dagsetningar og tíma. Því næst seturðu skilaboðin sem þú vilt hafa í póstinum. Gott er að venja sig á að setja inn íslenskan og enskan texta bæði fyrir „innan stofnunar“ og „út fyrir stofnun“. Smelltu svo á „Vista“ neðst þegar svarið er eins og þú vilt hafa það:
Fylltu út í formið og smelltu svo á Vista