Office 365

Office 365 logoReiknistofnun Háskóla Íslands og Microsoft á Íslandi hafa náð samkomulagi um að notendur HÍ hafi aðgang að nokkrum þjónustum þess síðarnefnda. Þar má nefna Word, Excel, PowerPoint, OneNote, OneDrive o.s.frv.

Samkomulagið felur í sér að notendur geta nálgast bæði online og offline útgáfur af þessum forritum. Starfsmenn geta eins og áður óskað eftir offline uppsetningu á þessum forritum í gegnum þjónustusamninga sína við RHÍ.

Nú geta notendur sótt sér þessi forrit og unnið með þau á sínum tölvum bæði í gegnum vafra og sem uppsett forrit í sínum vélum.

OneDrive er skýjaþjónusta Microsoft sem auðveldar notendum að nálgast sín gögn hvar sem er og gerir notendum mjög auðvelt með að deila skjölum eða möppum til annarra notenda. Allt gerist þetta á skýi sem gerir það að verkum að skjölin eru alltaf "up to date" sama í hvaða tæki viðkomandi nálgast þau. Það ber þó að taka skýrt fram að þessi skýjaþjónusta fer öll í gegnum Microsoft og eru því gögn notenda geymd hjá þeim en ekki hjá RHÍ.

Svona nálgist þið þessa þjónustu:

1) Opnið vafra og farið inn á: office365.hi.is

2) Innskráningarsíðan sem kemur upp getur litið út misjafnlega eftir vöfrum en þar eruð þið beðin um netfang og lykilorð. Setjið hér inn HÍ netfangið ykkar (með @hi.is) og svo sama lykilorð og inn á Uglu:

Office 365 innskráning

 

3) Þegar þið eruð skráð inn þá birtist kassi efst í hægra horninu þar sem ykkur er boðið að setja upp Office á tækinu ykkar. Smellið þar á "Install now":

Microsoft Office frítt

 

4) Smellið því næst á "Start":

Smellið á start

 

5) Microsoft fer nú í að skrá leyfið á þitt notandanafn. Þetta gæti tekið um mínútu:

Gæti tekið einhverjar mínútur

 

6) Nú fáið þið upp yfirlit yfir þau forrit sem þið hafið aðgang að. Smellið á það forrit sem þið viljið opna og vinna með í vafranum (online).

Ef þið viljið setja forritin upp á tölvunni ykkar smellið þá á "On a PC or Mac: Install" og fylgið þeim skrefum sem þar koma upp. (Virkar einungis fyrir Windows 7 og nýrra og MacOs X 10.5.8 eða nýrra. (Hvaða stýrikerfi er ég með?)).

Ef þið viljið setja Office forrit upp í símum og/eða spjaldtölvum smellið þá á Get Office on your devices":

Setjið upp Office á tækin ykkar