Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum fyrir Windows 10

Þessi Office 365 uppsetning inniheldur Outlook, OneDrive, Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Planner, Access og Skype for business. Hér er sýnt hvernig þú nærð í hugbúnaðinn og setur hann upp á Windows 10.

1) Farðu á office365.hi.is og skráðu þig inn með HÍ netfanginu þínu og Uglu lykilorðinu:
Setjið inn netfang og lykilorð

2) Smelltu á „Install Office apps“:
Smellið á Install Office apps

3) Smelltu á „Office 2016“:
Smelltu á Office 2016

4) Næst þarftu að keyra upp skránna, það er örlítið mismunandi milli vafra hvar og hvernig skráin birtist. Opnaðu skránna:
Opnið skránna sem þið náðuð í.

5) Upp kemur öryggisviðvörun. Smelltu á „Yes“ til að halda áfram:
Smellið hér á Yes.

6) Nú þarf að leyfa uppsetningunni að klárast. Það tekur um 10-20 mínútur:
Uppsetning í gangi

7) Þá eru forritin komin inn á tölvuna og má loka glugganum með því að smella á „Close“:
Uppsetningu lokið. Smellið á Close.

Til eru leiðbeiningar fyrir notkun á hverju forriti fyrir sig. Nálgast má þær leiðbeiningar hér: Office 365