Mappa heimasvæði Windows 7

Hér er sýnt hvernig tengjast má heimasvæði sínu með Windows 7.

Virkar einungis þegar notendur eru tengdir við Háskólanetið.

1) Smelltu á Windows logoið neðst til vinstri og þar skaltu hægrismella á "Computer" og velja "Map Network Drive":
Hægrismella á Computer

2) Í Folder skrifar þú: \\heima.rhi.hi.is\notandanafn

(ATH að skrifa þitt notandanafn þar sem stendur notandanafn í slóðinni)

Drive bókstafurinn skiptir í raun ekki máli og þar getur þú valið þann staf sem þér þykir henta best. Gott er þó að venja sig á að nota alltaf sama staf fyrir sömu svæði, eins og t.d. H fyrir heimasvæði.

Ef \\heima.rhi.hi.is\notandanafn er ekki að virka má prófa að nota \\130.208.165.111\notandanafn eða samba.rhi.hi.is\notandanafn

Hakaðu við "Connect using different credentials" og smelltu á Finish:

Map Network Drive

 

3) Í glugganum sem kemur upp skaltu smella á "Use Another Account" ef það er í boði. Skrifaðu því næst í "User name": CS\notandanafn og í password lykilorðið þitt. Hér er um að ræða sama notandanafn og lykilorð og inn á Uglu. Hakaðu við "Remember my credentials" og smelltu síðan á "OK"

Enter Network Password

Nú ættir þú að sjá heimasvæðið þitt eins og hvert annað drif í Computer.