Áskrift að pósthólfi - SOGo

Pósthólf fyrir hópa í SOGo eru mjög einföld og þægileg.

Pósthólfið birtist sem mappa í þínum eigin pósti. Reyndar er þetta sem undirmappa undir möppu sem heitir "Aðrir notendur" eða "Other Users":
Aðrir notendur

Til að geta sent tölvupóst í nafni hópsins eða nemendafélagsins, þarf að biðja Reiknistofnun sérstaklega um að bæta netfangi nemendafélagsins í mail breytuna í LDAP. Það er einungis gert ef beiðnin er trúverðug, það er ef beiðnin kemur frá stjórn eða forráðamönnum viðkomandi fræðasviðs. Sendið þá beiðni á help@hi.is .