Fundarbókun - Vefur

1) Í vafra að þá er sama ferli notað þegar viðburður er búinn til og þegar fundarbókun er gerð. Byrjaðu á því að fara í dagbókina og veldu „New“ (Nýtt) og veldu „Calendar event“ (Dagbókaratvik):
Veldu "New" og svo "Calendar event"

2) Settu hér inn titil á fundinn og veldu dagsetningu og tíma áður en þú velur fundarherbergi. Smelltu svo á „Add a location or a room“:
Settu inn titil á fundinn og smelltu svo á "Location" til að velja fundarherbergi

3) Eftir að þú smellir á reitinn „Add a location or a room“ opnast þessi listi. Skrifaðu í reitinn til að þrengja listann. Þú getur valið að sjá bara herbergi sem eru laus á þessum tiltekna tíma, „Available rooms“, eða valið að sjá öll herbergi, „All rooms“. Smelltu á það herbergi sem þú vilt bóka:
Skrifaðu inn heiti á fundarherbergi og veldu það

ATH ef þú vilt nota tímasetningarráðgjafann (Scheduling Assistant) til að sjá hvort herbergi og fundargestir séu lausir þá smelltu hér til að halda áfram: Tímasetningarráðgjafi - Vafri

4) Nú skaltu bæta við þátttakendum á fundinn. Þú getur valið undir People hvort viðkomandi er skilt að mæta á fundinn, „Required“, eða hvort hann hafi val um að sitja fundinn, „Optional“. Byrjaðu að skrifa nafn á notanda í reitinn og listinn þrengist. Ef engin birtist smelltu þá á „Search Directory“. Hægt er að velja tengiliðalista ef þú hefur útbúið slíkann. Smelltu svo á viðkomandi til að bæta honum í lista yfir þá sem verður boðið á fundinn. Merktu við „Request responses“ til að krefjast þá sem boðaðir eru á fundinn um svar hvort þeir komi. Efst í listanum sérðu fundarherbergið:
Veldu nú þá notendur sem þú vilt fá á fundinn

5) Settu inn lýsingu á fundinum eins og fundarefni og sendu svo fundarboðið með því að smella á Send:
Settu inn lýsingu og sendu svo fundarboðið með því að smella á Send

Nú hafa allir þeir sem þú skráðir á fundinn fengið fundarboð og sjá það bæði í innhólfinu hjá sér og í dagbókinni.