Almennar stillingar fyrir beini (router) á Garðanetinu

Almenn uppsetning á þráðlausum Ethernet Router fyrir Garðanetið.

Athugið að ADSL routerar valda truflun á netsamskiptum þegar þeir eru tengdir inn á netið á stúdentagörðum. Notið því ávallt Ethernet router þegar settur er upp router í íbúðum á stúdentagörðum. Flestar tölvuverslanir eru með fjölbreytt úrval Ethernet/Broadband routera samanber þessa:

 1. Netkapall fer frá veggtengli í WAN tengið á router
 2. Tengja netkapal í router að tölvu
 3. Opna heimasíðu router, yfirleitt 192.168.1.254 eða 192.168.1.1 (fer eftir routerum)
  1. username: admin eða root
  2. password: admin eða 1234
 4. Fara á Status síðuna á router og finna WAN MAC address, til þess að skrá í Ugluna (Oft einnig undir router)
 5. WAN settings eiga að vera stilltar á DHCP
 6. Læsa þráðlausa netinu, yfirleitt í Wireless settings og security
  1. Setja þar WEP, WPA eða WPA2 lykil á þráðlausa netið. (WPA og WPA2 eru öruggari en WEP)

Hér má sjá leiðbeiningar hvernig CNet Wireless-G Router er settur upp. Ef þið eruð með annarskonar router þá gæti samt verið gagnlegt að kíkja á leiðbeiningarnar því allar stillingar eru þær sömu þó svo að leiðin að þeim gæti verið önnur.

Mac addressa routersins stendur einnig oft undir routernum en athugið að taka WAN mac addressuna, ekki LAN.