Áframsending á pósti í Windows 10

Hér er sýnt hvernig þú stillir áframsendingu á pósti í Windows 10.

1) Opnaðu Outlook og smelltu á „File“:
Smellið á File í Outlook

2) Smelltu svo á „Manage Rules & Alerts“:
Smelltu á Manage Rules and Alerts

3) Smelltu á „New Rule...“:
Smelltu á New Rule

4) Veldu „Apply rule on messages I receive“ og smelltu á „Next“:
Veldu "Apply rule on messages I receive"

5) Í þessum glugga velurðu ekkert og ýtir bara á „Next“:
Smellið á "Next"

6) Nú kemur viðvörun um að reglan eigi við um allan póst sem þú færð. Þú smellir á „Yes“ ef ætlunin er að áframsenda allan póst. Ef þú ætlar bara að áframsenda suma pósta þarf að setja frekari skilyrði sem við förum ekki í hér:
Smellið á "Yes"

7) Þá velur þú „redirect it to people or public group“ og smellir svo á hlekkinn í neðri glugganum „people or public group“:
Veldu "Redirect it to..."

8) Í „To“ reitinn seturðu netfangið sem þú vilt áframsenda á og smellir svo á „OK“:
Setjið inn netfang sem á að áframsenda á

9) Smelltu á „Next“:
Smelltu á "Next"

10) Hér má setja undantekningar en ef ætlunin er að áframsenda allan póst smellir þú bara á „Next“:
Smellið á "Next"

11) Hér er hægt að gefa reglunni nafn. Hakaðu í „Turn on this rule“ til að kveikja á reglunni. Ef þú vilt áframsenda allan póst sem er fyrir í inboxinu geturðu einnig hakað í „Run this rule now on messages already in inbox“. Smelltu svo á „Finish“:
Hakaðu við "Turn on this rule"

12) Að lokum smellir þú á „Apply“ og/eða „OK“:
Smellið á "OK"