Hvernig fæ ég kennsluvef fyrir námskeiðið mitt í Moodle?

Til að fá kennsluvef í Moodle þarf að byrja á að senda beiðni til moodle@hi.is og gefa upp Heiti og númer námskeiðsins. 

Fyrirkomulag

  1. Í lok kennsluárs er Háskóla-moodle afritað ásamt öllu því sem þar er, námskeiðum og tilheyrandi.
  2. Afritið er sett á nýja slóð fyrir næsta kennsluár sbr. https://moodle.hi.is/14-15/.
  3. Á nýja staðnum eru gögn nemenda hreinsuð burt af námskeiðum svo sem verkefnaskil, próftökur og einkunnir en öllum gögnum sem kennari hafði stofnað haldið.
  4. Námskeiðin á nýju slóðinni eru að lokum tengd við námskeið næsta kennsluárs í Uglu og þar með hlaðast inn nöfn skráðra nemenda inn á námskeið í Moodle.

Fleiri nemendur í Uglu en í Moodle

Nemendur koma ekki fram á námskeiðsvef í Moodle fyrr en eftir að þeir hafa skráð sig inn í kerfið í fyrsta skiptið. Þess vegna er eðlilegt að í upphafi misseris sjáist fleiri nemendur í námskeiðinu í Uglu en í Moodle.

Eldri námskeiðsvefir

Nemendur og kennarar geta áfram heimsótt eldri námskeiðsvefi. Þar verða áfram öll gögn.

Nýr námskeiðsvefur í Moodle

Ef námskeið hefur ekki verið kennt áður í Moodle eða þegar nýr kennari tekur við námskeiði þarf að stofna námskeiðsvef fyrir það í kerfinu. Vinsamlegast sendið póst á moodle@hi.is til að fá námskeiðsvef fyrir námskeiðið. Í póstinum þarf að koma fram fullt heiti námskeiðs og númer. Undantekning frá þessu er ef að nýr kennari námskeiðs hefur fengið samþykki fyrri kennara til að nota áfram eldri vef námskeiðs með öllum gögnum sem þar eru. Staðfesting þarf að berast um samþykki frá fyrri kennara námskeiðsins þ.e. þeim sem á námskeiðsgögnin á moodle@hi.is.