Notandi vill flytja Internetþjónustu til RHÍ

Ef starfsmaður HÍ vill flytja Internetþjónustu til RHÍ þá er fyrsta skrefið að sækja um það í Uglu: Internetið heim.

Athugið að áskrift á ljósleiðaratengingu hjá GR verður að vera á kennitölu starfsmanns HÍ. Áskriftin getur til að mynda ekki verið á kennitölu maka eða leigusala.
Athugið að beinirinn/rúterinn sem er í notkun getur hugsanlega verið eign þess þjónustuaðila sem á að segja upp.

Ef viðskiptavinur þarf að kaupa nýjan beini/rúter, þá er hægt að kaupa slíkan búnað hjá vel flestum tölvusölum á landinu. Beinirinn/rúterinn þarf að vera Ethernet router – ekki ADSL eða VDSL – þetta er mikilvægt.

Beinirinn tengist við port 1 eða 2 (merkt "Tölva/Router" á mynd) á netaðgangstækinu, sjá mynd hér að neðan:

Netaðgangstæki

Portið sem er notað á beininum/rúternum er yfirleitt merkt WAN eða Internet – sjá mynd hér að neðan:

Beinir

Þegar starfsmenn RHÍ eru búnir að virkja Internetþjónustu RHÍ á ljósleiðarasambandi hjá umsækjanda, þá er send staðfesting til hans í tölvupósti þess efnis.

Nú þarf að losa tengsl viðskiptavinar við þá Internetþjónustu sem hann vill færa sig frá. Það er gert með því að;

1)    Viðskiptavinur fer inn á http://front01.gagnaveita.is eða http://skraning.gagnaveita.is (ath. að nauðsynlegt er að vera á neti gagnaveitunnar til þessar síður virki).

2)    Skráir sig inn með OSSID/Customer Login og leyniorði

Gagnaveita Reykjavíkur - innskráning

3)    Velur þar "My Services"

Gagnaveita Reykjavíkur - My Services

4)    Velur þá þjónustu sem á að virkja (Í þessu tilfelli RHÍ Internet) og velur "OK" við "pop-up" glugga,

Gagnaveita Reykjavíkur - virkja RHÍ

5)    Endurræsir netaðgangstækið og beini (aftengir og tengir rafmagn).

Viðkomandi notandi er nú kominn með virka Internetþjónustu hjá RHÍ.

Athugið! Notandi ætti að huga að því að segja upp Internetþjónustu hjá fyrri þjónustuveitu.