Notandi vill flytja Internetþjónustu til UTS

Ef starfsmaður HÍ vill flytja Internetþjónustu til UTS þá er fyrsta skrefið að sækja um það í Uglu: Netið heim.

Athugið að áskrift á ljósleiðaratengingu hjá GR verður að vera á kennitölu starfsmanns HÍ. Áskriftin getur til að mynda ekki verið á kennitölu maka eða leigusala.
Athugið að beinirinn/rúterinn sem er í notkun getur hugsanlega verið eign þess þjónustuaðila sem á að segja upp.

Ef viðskiptavinur þarf að kaupa nýjan beini/rúter, þá er hægt að kaupa slíkan búnað hjá vel flestum tölvusölum á landinu. Beinirinn/rúterinn þarf að vera Ethernet router – ekki ADSL eða VDSL – þetta er mikilvægt.

Beinirinn tengist við port 1 eða 2 (merkt "Tölva/Router" á mynd) á netaðgangstækinu, sjá mynd hér að neðan:

Netaðgangstæki

Portið sem er notað á beininum/rúternum er yfirleitt merkt WAN eða Internet – sjá mynd hér að neðan:

Beinir

Þegar starfsmenn UTS eru búnir að virkja Internetþjónustu UTS á ljósleiðarasambandi hjá umsækjanda, þá er send staðfesting til hans í tölvupósti þess efnis.
Þessu næst þarf að endurræsa netaðgangstækið og beini (aftengja og tengja rafmagn).

Athugið! Að huga að því að segja upp Internetþjónustu hjá fyrri þjónustuveitu.