Ráðstefnunet

Ráðstefnunet

Athugið! Ráðstefnunet er ekki ætlað fyrir kennslu eða námskeið. Ef þið þurfið aðgang fyrir nemendur þá er hægt að nota eduroam aðgang. Upplýsingar um eduroam eru hér: http://www.rhi.hi.is/eduroam

Ráðstefnunet RHÍ er opinn aðgangur að þráðlausu netsambandi, sambærilegt við Hot Spot á kaffi- og veitingahúsum.
Ráðstefnunet er ekki opið lengur en í 5 daga samfellt.
Athugið. Aðgangur að þráðalusu ráðstefnuneti og tölvum í tölvuverum veitir ekki aðgang að útprentun. Til þess að prenta út þarf notendanafn hjá HÍ.

Notendur þurfa ekki að skrá Mac-addressu né heldur þurfa þeir að logga sig inn á kerfið.
Eina sem þarf að gera er að tengjast þráðlausu neti sem heitir : CONFERENCE.

Þráðlaust Ráðstefnunet er í boði í eftirfarandi húsum:
 

 •     Aðalbygging
 •     Askja
 •     Árnagarður
 •     Gimli
 •     Háskólabíó
 •     Háskólatorg
 •     Læknagarður
 •     Lögberg
 •     Oddi
 •     Tæknigarður
 •     Sturlugata 8
 •     Þjóðarbókhlaða

og einnig í húsum Menntavísindasviðs í:
 

 •     Stakkahlíð
 •     Skipholti
 •     Bolholti

Athugið að þráðlaust ráðstefnunet er einungis opnað í þeim byggingum þar sem ráðstefnan fer fram.

Hver getur sótt um ?
Hver sá sem hefur fengið úthlutað aðstöðu fyrir ráðstefnu í byggingum HÍ.

Hver er lágmarksfjöldi ráðstefnugesta ?
Miðað er við að fjöldinn sé 10 eða fleiri. Ef ráðstefnugestir (fundarmenn) eru færri þá skal umsjónarmaður/ábyrgðaraðili viðkomandi fundar sækja um skammtímaaðgang að eduroam í Uglu.

Hvað kostar að tengjast ?

Fjöldi Verð Notendanöfn í tölvuverum
10 - 99 15.000 10
100 - 249 25.000 25
250 - 499 50.000 50
500 - 999 100.000 100
Fleiri en 1000 - Hafið samband við RHÍ

10 notendanöfn til viðbótar : 5.000 kr.

Hvernig er sótt um ?

Sótt er um ráðstefnunet í Uglu. Umsóknin er undir Tölvuþjónusta -> Umsókn um þjónustu. Smellið þar á "Sækja um kerfis- eða netþjónustu" og loks "Sækja um ráðstefnunet"

Í umsókninni þarf að koma fram;

 • Heiti ráðstefnu
 • Fjöldi gesta
 • Staðsetning
 • Skipulagseining - verkefni eða Kennitala greiðanda (ef greiðandi er ekki með viðfangsnúmer hjá HÍ).

Hvaða þjónusta er innifalin ?

Engin auka þónusta er veitt við ráðstefnugesti, nema um það sé samið sérstaklega.