ADSL

ADSL tengingarAlmennt um ADSL í gegnum UTS

Upplýsingatæknisvið býður notendum Háskólans uppá ADSL aðgang.

Það sem felst í þessu er að notendur fara í gegnum UTS með sína ADSL umferð og hafa því beinan aðgang að heimasvæðum sínum og erlendum fagritum. Til að hafa möguleika á að geta nýtt sér þetta þarf viðkomandi að hafa virka ADSL línu heim til sín frá símafyrirtæki og sækja svo um aðgang að ADSL-i UTS í gegnum Uglu.

ATH! Notast þarf við stillingar frá viðkomandi símafyrirtæki en einungis setja inn notandanafn og lykilorð frá UTS inn á routerinn.

ATH! Viðkomandi þarf sjálfur að tala við sitt símafyrirtæki (Vodafone eða Símann) og tilkynna þeim að umferðin eigi að fara í gegnum UTS (Háskólann). Einnig til að fá staðfestingu á því að umferðin fari í gegnum okkur þá þarf að hringja í sitt símafyrirtæki og fá staðfestingu á því. Við sjáum ekki hjá okkur hvort búið sé að virkja tenginguna til okkar og því þarf að hringja í viðkomandi símafyrirtæki.

Hér að neðan má finna algengustu spurningar varðandi ADSL tengingar. 

Spurningar og svör

Hvað kostar ADSL tenging fyrir starfsmenn?

  • ADSL tengingin kostar 500,- kr fyrir starfsmenn sem viðkomandi deild borgar.

Hvað kostar ADSL tenging fyrir nemendur?

  • Nemendur HÍ þurfa ekki að borga neitt gjald til UTS fyrir afnot af ADSL tengingu í gegnum UTS. Nemendur þurfa hins vegar sjálfir að útvega sér ADSL línu hjá símafyrirtæki og sjá alfarið um uppsetningu á netbúnaði s.s. beini (router).

Hvar finn ég leiðbeiningar um ADSL tengingu?

  • Leiðbeiningar um ADSL er að finna hér.

Hver er hraðinn á ADSL tengingu við Háskólann?

  • Hraðinn veltur á því hversu breiða línu þú kaupir hjá þínu símafyrirtæki.

Hversu mikið niðurhal (download) er innifalið í tengingunni?

  • Magn niðurhals er óskilgreint. ADSL tenging við HÍ er til þess ætluð að nemendur og starfsfólk geti nýtt sér netið við sitt nám og starf. Fylgst er með gagnamagni notenda (til og frá). Sjái netstjórn óeðlilega mikla umferð hjá notanda verður viðkomandi að geta réttmætt notkun sína. Óeðlileg mikil umferð er meðal annars niðurhal á kvikmyndum eða annarskonar ólöglegu efni, sem og dreifing á slíku efni. Athugið að torrent skráarskiptiforrit deila efni, sem hefur verið hlaðið niður, endalaust eða á meðan torrent forritið er í gangi og slíkt getur valdið mjög mikilli úttraffík.